news

Gróðurkassarnir okkar

23. 06. 2023

Í Heilsuleikskólanum Skógarási leggjum við áherslu á verkefni til sjálfbærni og erum grænfána skóli. Við höfum fengið gróðurkassa til afnota hér á svæðinu í nágrenni skólans. Þar settum við niður kartöflur og grænmeti í vor og bíðum spennt eftir að sjá útkomuna og smakka á uppskerunni. Mikilvægt er í allri ræktun að hugsa vel um jurtirnar, hópar fara daglega og huga að plöntunum og vökva ef þarf.


Börnin eru mjög spennt fyrir þessari vinnu og hugsa vel um verkefnið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

En svo er líka notað tækifærið til að hlaupa um og klifra í steinum þegar maður er komin út fyrir leikskólalóðina. Það gefur börnum tækifæri til að efla hreyfifærni sína og er svo skemmtilegt líka.

© 2016 - Karellen