news

Góðir gestir í Skógarási

25. 10. 2021

35 íþróttafræðinemar frá Háskóla Íslands komu í heimsókn til okkar föstudaginn 22.október ásamt kennara sínum. Nemarnir voru að kynna sér hreyfingu í leikskólum. Hún Ásta okkar sem er fagstjóri í hreyfngu kynnti fyrir þeim hreyfinguna með sérstaka áherslu á YAPið (Young Athlete programs) og síðan fengu nemarnir að vera með í hreyfistund. Íþróttafræðinemarnir voru mjög hrifin af því starfi sem hér er unnið og á þessi heimsókn eflaust eftir að vera þeim gott veganesti í þeirra námi. Á sama tíma fengum við fréttamenn frá sjónvarpi Víkurfrétta og verður umfjöllun um okkar góða starfi í næsta þætti sjónvarps Víkurfrétta á Hringbraut.

© 2016 - Karellen