news

Frétt

28. 06. 2022

Starfið hjá okkur á Skógarás tekur iðulega breytingum á sumarönn og hefur hreyfing og listasmiðja færst alfarið út. Veðrið hefur oft á tíðum leikið við okkur í vettvangsferðunum og njóta börnin þess mjög mikið að hreyfa sig, skoða, smakka, týna blóm, köngla og jurtir. Stækkunargler hafa verið með í för og vekur mikinn áhuga hjá börnunum að skoða skordýr, flugur, snigla, köngulær, fiðrildi ofl. Einnig litlu vatnsdropana sem festast á blómunum, þeir stækka og breytast þá í "demanta" þegar þeir eru skoðaðir í gegnum glerið. Nesti er stundum tekið með þegar farið hefur verið snemma af stað. Ásta íþróttakennari og Björk listgreinakennari hafa haft umsjón með og undirbúið þessar ferðir með stuðningi starfsmanna frá Lóu og Spóa. Blómin, jurtirnar og könglarnir verða notuð í starfi listasmiðjunnar á næsta skólaári.

Settar voru niður kartöflur og gulrætur í gróðurkassa sem leikskólinn okkar hefur umsjón með og er staðsettur í Njarðvíkurskógi. Kassinn nr. 1 ef ykkur langar til að kíkja og fylgjast með uppskerunni.

33809-webservice-62b5c6f4e4dd8.jpg

63672-webservice-62b486e0f0f5a.jpg

63672-webservice-62ab3f55c8c58.jpg

63672-webservice-62a1f3abda06a.jpg

25144-webservice-62bac918d5e68.jpg

63672-webservice-62b31c5d9edc1.jpg

63672-webservice-62a1f20667033.jpg


© 2016 - Karellen