news

Fögnum Þorra

19. 01. 2024

Í dag á bóndadegi fögnum við komu Þorra. Auðvitað var Þorrasmakk í boði í hádeginu i dag við misjafnar undirtektir barna en nauðsynlegt er að halda við þessum gömlu hefðum og kynna þorramatinn fyrir börnunum. Fyrsti dagur Þorra er nefndur Bóndadagur en sá síðasti Þorraþræll. Þorri hefst alltaf á föstudegi í 13.viku vetrar. Í dag var mikil umræða um gamla tíma, matinn og húsin sem fólk bjó í hér áður fyrr eins og torfbæi og þá var tilvalið að skoða myndir af torfbæ sem við eigum í Reykjanesbæ "Stekkjarkot"

Engin ljós voru notuð í leikskólanum í dag en börnin komu með vasaljós að heima sem vöktu mikla gleði og ýttu undir skemmtilegan leik barna. Hér má sjá sýnishorn af matnum sem boðið var uppá og að sjálfsögðu var hákarl í boði.


© 2016 - Karellen