news

Dagur umhverfisins

25. 04. 2022

25.apríl er dagur umhverfisins og jafnframt afmælisdagur Grænfánans. Við í heilsuleikskólanum Skógarási tökum þátt í umhverfisverndarstarfi Grænfáns og vinnum vel að umhverfismálum. Börnin á elstu deildinni Spóa fóru í skemmtilega ferð í morgun og nýttu þennan dásamlega dag til þess að fara í stöðvaleik á náttúrusvæði í nálægð við skólann.

Það er mikilvægt fyrir börn að upplifa náttúruna og kynnast henni, þannig átta þau sig frekar á mikilvægi hennar. Farið var í leiki til þess að skoða náttúruna í kring um sig og upplifa.

Við fundum ýmislegt til að gera andlit á diska

Og gerðum tilraunir með það sem við fundum í náttúrunni

Teiknuðum náttúrumyndir.

Mikið er Það skemmtilegt að upplifa og njóta núvitundar úti í náttúrunni.

© 2016 - Karellen