news

Dagur mannréttinda barna

18. 11. 2022

Þann 20. nóvember árið 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Með sáttmálanum sem var lögfestur á Alþingi árið 2013 var gríðarlega mikilvægt skref tekið til að tryggja með lögum réttindi barna. Árið 2016 var samþykkt á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna. Stjórnvöld eru sammála um að vinna skuli að því að gera 20. nóvember hærra undir höfði og nýta daginn enn frekar við fræðslu og vitundarvakningu um réttindi barna.

Barnasáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamningur heims og kveður á um réttindi sem öll börn eiga að njóta, án mismununar. Til þess að réttindin nýtist öllum börnum er mjög mikilvægt að þau þekki réttindi sín og að samfélagið allt þekki í hverju þau felast og hvaða skyldur sáttmálinn leggur á herðar samfélagsins.

Börn og kennarar í Skógarási hafa verið að ræða mannréttindi barna og vinna með barnasáttmálann og í því tilefni tókum við höndum saman og gerðum keðju i kringum sandkassann á útisvæði sem tákn um mikilvægi allra. Við sungum saman lagið "Myndin hennar Lísu" sem fjallar um mikilvægi réttinda og virðingar allra barna hvar sem þau eru í heiminum.

Við munum halda áfram að vinna með mannréttindi barna og Barnasáttmálann í næstu viku þar sem meðal annars verður sett upp Nemendaþing barna á elstu deildinni Spóa.


© 2016 - Karellen