news

Bóndadagurinn haldinn hátíðlegur með Þorrablóti

20. 01. 2023

Í tilefni af bóndadegi héldum við lítið þorrablót í leikskólanum þar sem við fengum að smakka mat sem var í hávegum hafður í gamla daga.

Dæmi um gamla hefð í samfélaginu er að halda þorrablót jafnt í sveitum sem borgum og er ekki síður vinsælt í dag en fyrr á öldum þótt hefðirnar hafi sennilega breyst mikið með tímanum.

Áætlað er að á fyrstu öld Íslandsbyggðar hafi þorrablót verið haldin til að fagna því að veturinn væri hálfnaður og til þess að blíðka um leið þær vættir sem taldar voru ráða veðurfarinu og þá hafi matur ekki tengst þorrahefðinni. En samkvæmt fyrstu rituðu heimildum um þorrablót eins og við þekkjum þau í dag tengdust slíkir mannfagnaðir þjóðernishyggju og sjálfstæðisbaráttu.

Með því að halda þorrablót eins og við þekkjum þau í dag erum við í rauninni að halda í heiðri þessum gamla sveitamat sem hélt í okkur lífinu í gegnum aldirnar.

Í tilefni dagsins settu börnin á Spóa upp leikrit í sal um Búkollu sem var afar skemmtilegt og allir í leikskólanum fylgdust með og nutu uppákomunnar.


© 2016 - Karellen