news

Barnvænt samfélag

09. 01. 2023

Reykjanesbær er að vinna að því að verða barnvænt samfélag og liður í þeirri vinnu er að skólarnir innan bæjarfélagsins taki þá í innleiðingunni. Við í Heilsuleikskólanum skógarási tökum fullan þátt í þessu starfi og allir okkar starfsmenn hafa setið námskeið UNICEF um barnvænt samfélag. Þetta er afar skemmtileg vinna og mikilvæg fyrir barnahópinn okkar. Börnin okkar á elstu deildinni Spóa settu upp Barnaþing í lok árs 2022 sem er einnig liður í mati á skólastarfinu. Hér má lesa nánar um barnaþingið fyrir áhugasama. Þessa vinnu höfum við tengt við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og einnig við Menntastefnu Reykjanesbæjar.

© 2016 - Karellen