news

Aðlögun nýrra barna

21. 08. 2023

Síðasta vika var afar skemmtileg hjá okkur í Skógarási. Tuttugu og sex börn hófu skólagöngu sína á fyrsta skólastiginu í þeirri viku. Mikið er gaman að hitta nýja einstaklinga sem eru að hefja sitt skólalíf og ekki síður gaman að kynnast nýjum foreldrum. Við sjáum strax að þessi börn eiga eftir að njóta sín vel við leik og nám í Skógarási næstu árin og við bjóðum þau hjartanlega velkomin. Fjölmenningin er alls ráðandi hjá okkur í Skógarási og eru hér börn sem eiga 19 tungumál að baki en sum þeirra eru með fleiri en eitt tungumál. Það eru svo sannarlega þroskandi og skemmtileg verkefni í skólanum á næsta skólaári fyrir börn og kennara.

© 2016 - Karellen