news

föstudagsfrétt

05. 11. 2021

Á miðvikudaginn í síðustu viku var Alþjóðlegi bangsadagurinn og komu krakkarnir með bangsa að heiman. Krakkarnir voru mjög anægð að hafa bangsann sinn hjá sér. Eftir hvíld fengu allir að lita mynd af Blæ bangsa í tilefni dagsins.

Á föstudaginn síðasta fyrir viku héldum við upp á Hrekkjavöku. Við fórum í salinn og dönsuðum með öllum krökkunum á leikskólanum og lékum okkur á Lóu og Spóa, skemmtilegur dagur og nóg að gera allan daginn.

Í síðustu viku vorum við að æfa hljóðið V. Við ræddum um orð sem byrja á stafnum V og sungum að sjalfsögðu líka V lagið.

En í þessari viku æfðum við hljóðið H.

Á mánudaginn fórum við bæði í tónlist með Hafdísi og hreyfingu með Ástu, sem er alltaf jafn gaman.

Þriðjudaginn og fimmtudaginn fórum við í listasmiðju með Björk. Þar teiknuðum við meðal annars sjálfsmynd.

Í dag var ansi rólegt hjá okkur þar sem er mikið um veikindi hjá krökkunum. Vonum við að allir mæti hressir og kátir á mánudaginn ????

Takk fyrir skemmtilega viku

© 2016 - Karellen