Vikufréttir
07. 03. 2023
Við erum búin að vera bralla heilmikið síðustu daga.

Við höfum verið að purfa nýtt skipulag í samverustund hjá okkur. Þar sem börnunum er skipt í hópa og er hver hópur að vinna sitt verkefni. Stella hafur umsjón með Blæ stundum, þar sem hópurinn gerir allskonar skemmtilegt í tengslum við vináttuverkið. Inga sér um Lubba stundir, þar sem við förum yfir málhljóðin með Lubba. Þórunn sér um málörvun, sem fer fram ýmist í gegnum spil eða lestur stuttra bóka.
Planið er að hver hópur er í viku á hverjum stað og svo er skipt. Þetta hefur reynst okkur mjög vel og erum við að vera búin með fyrsta hringinn.

Uppáhaldslagið okkar núna er 5 litlir apar eða krókudíla lagið eins og þau kalla það. Svo finnst börnunum mjög gaman þegar við notum Úllen dúllen doff til að bjóða þeim að borðunum á hádegismat. Með þessum tveimur þáttum erum við leggja inn tvo mikilvæga þætti, stræðfræði og læsi. 5 litlir apar kenna okkur að telja og draga frá og úllen dúllen doff svokallað bullrím sem er fyrsta skrefið í að læra að ríma.
Björk er búin að vera hjá okkur og eru börnin að vinna með pappamassa hjá henni núna.
Hreyfisalurinn með Ástu er svo fastur liður sem öll börnin bíða alltaf spennt eftir.
