news

Vikufrétt 25. - 29. apríl

29. 04. 2022

Í þessari viku höfum við á Krumma notið þess að geta verið mikið úti að leika í góða veðrinum sem hefur verið síðustu daga.

Við höldum áfram að rifja upp hljóðin sem við lærðum í vetur með hjálp Lubba og byrjum að syngja fleiri sumar lög. Þessa vikuna höfum við verið að syngja, Lóan er komin, ég sendi þér fingurkoss, strætó lagið, ding dong og fleiri skemmtileg lög.

Það er alltaf nóg að gera í leik inni á deild og hafa börnin verið að leika með kapalkubba undanfarið, stóru kubbana, duplo kubbana, verið í hlutverkaleik með síma og reiknivélar, púslað, pinnar og svo eru dúkkurnar og eldhúsið sívinsælt.

Við máluðum einnig myndir með móti af hendinni þeirra og notuðum svo fingurnar til þess að búa til laufblöð.

Á þriðjudaginn var Hafdís hjá okkur og fóru þá börnin í tónlistartíma hjá henni.

Á mánudögum og miðvikudögum eru börnin í hreyfingu hjá Ástu eins og venjan er.

Við viljum minna foreldra á þá fjölmörgu viðburði sem framundan eru á BAUN, barna og ungmennahátíð Reykjanesbæjar ásamt því að fylla inn í Baunabréfið sitt.

Takk fyrir vikuna!

© 2016 - Karellen