Krummafréttir
12. 06. 2023
Sæl kæru foreldrar.
Við börnin erum búin að bralla mikið saman og má þar nefna okkar góðu samverustundir, vettvangsferðir og danspartý.
Við vorum með brunaæfingu í síðustu viku sem gekk rosalega vel, þar sem börnin fóru út um glugga af deildinni okkar. Hittu slökkviliðsmann sem kom inn á deild fyrir æfinguna og spjallaði aðeins við þau, þeim fannst þetta allt saman mjög spennandi.
Svo var haldin sumarhátíð með dansatriði frá Danskompaní, leikjum og í boði voru pizzusnúðar og allskonar grænmeti og ávextir.
Hún Anna frá Ungverjalandi er búin að vera í heimsókn hjá okkur í vettvangsnámi og er hún að ljúka þriðju vikunni sinni núna.
Við minnum á hlý föt ennþá þar sem sumarhitinn ætlar að vera lengi á leiðinni til okkar.
Bestu kveðjur,
Þórunn, Stella og Massa.