news

Föstudagsfréttir

31. 03. 2023

Þessi vika hefur einkennst af veikindum í barnahópnum, þannig við höfum bara haft það kósý. Björk er búin að vera hjá okkur og því fóru börnin í listasmiðjuna að skapa allskonar skemmtilegt, m.a. pappamassamyndir.
Hreyfisalurinn var svo á sínum stað öllum til mikilla gleði. Alltaf gaman að fylgjast með hópnum þegar Ásta mætir á svæðið, það er eins og einhver rokkstjarna labbar inn og allir ólmir að komast með henni.


Útiveran er búin að vera ansi blaut en það finnst börnunum bara geggjað, mikið búið að vera dullumalla og hoppa í polla. Og börnin misánægð með það að þurf að fara inn.

Aðaláhugamálið þessar stundirnar er að spila bing eða minnisspil og dansa við í larí lei, þannig að það er aldrei dauðstund hjá okkur.

ÉG minni enn og aftur á að fara yfir útifötin þeirra gott er að hafa bæði regnföt og kuldagallan í hólfinu þeirra,þar sem að veðrir breytist skjótt. Einnig að hafa tvennt af öllum smá hlutum, eins og húfu og vettlinga þar sem það nær oft ekki að þorna á milli útivera.

TAkk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen