news

Föstudagsfréttir

03. 02. 2023

Í þessari viku hefur Lubbi verið að kenna okkur hljóðið Oo, eins og í ormur og Oddur. Uppáhalds lagið okkar í samverustund hefur verið Tombai tombai og Við hoppum öll í einu.

Það byrjuðu tvö ný börn hjá okkur, þau Lina og Benedik. Og tóku börnin mjög vel á móti þeim.

Við fórum til Ástu í hreyfisalinn og einnig til hennar Bjarkar í listasmiðju. Þar voru börnin að æfa sig að teikna á trönur og gerðu sjálfsmynd.

Á miðvikudaginn héldum við uppá afmælið hans Blæs. Hann fékk kóronu og við sungum fyrir hann afmælissönginn.

Við skoðuðum einnig numicon kubbana og vorum að æfa okkur að telja uppí 10.

TAkk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen