news

Föstudagsfréttir

22. 09. 2022

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í þessari viku. Vikan byrjaði á því að við fengum nýjann starfsmann á deildina, hana Þórunni Thelmu.

Í þessari viku höfum við svo verið að læra með Lubba hljóðið Bb, eins og í bangsi og banani. Einnig höfum við verið að lesa söguna um Önnu og Óla og æfa okkur í hugtökum um staðsetningar t.d. ofaná og við hliðiná. Lögin sem við höfum verið að syngja mikið er Bangsi lúrir og lagið um fingurnar, ásamt í leikskóla er gaman og lita lagið.

Hafdís tónlistakennari er búin að vera hjá okkur og taka börnin í tónlistarstundir, og svo hefur Ásta Kata einnig tekið hópa í hreyfisalinn.

Við hjéldum uppá 3. ára afmælið hans Daníels Smára í dag :)

Við minnum á að leikskólinn er lokaður á morgun, föstudag (23.september) vegna starfsdags.

Takk fyrir vikuna og góða helgi :)

© 2016 - Karellen