news

Föstudagsfrétt Krumma

15. 09. 2023

Komiði sæl og blessuð kæru foreldrar.

Þessi vika hefur aldeilis verið lærdómsrík hjá okkur á Krumma en við lærðum meðal annars um málhljóðið m í Lubbi finnur málbein en hér má sjá lag hljóðsins og tákn þess.


Einnig kíktum við í listasmiðju til hennar Bjarkar sem vakti mikla lukku. Þar að auki fóru eldri börnin á Krumma í fyrstu vettvangsferð vetrarins upp að gróðurkössunum að taka upp grænkál og gulrætur og fengu að sjálfsögðu að smakka.

Við lærðum einnig ýmislegt fleira bæði inni og úti en myndir segja meira en orð svo endilega skoðið myndir frá vikunni hér að neðan :)

Takk fyrir frábæra viku og eigið góða helgi :)

© 2016 - Karellen