news

Föstudagsfrétt Krumma

08. 03. 2024


Góðan daginn kæru foreldrar. Í vikunni byrjuðum við að kynna okkur betur dýr á landi sem er þemað hjá okkur á Krumma í mars. Börnin hafa sýnt mikinn áhuga á bókunum um dýrin eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Einnig fengum við mjúka púða á deildina sem hafa verið mikið notaðir í leik barnanna, þau hafa meðal annars nýtt þá til þess að búa sér til strætó og til þess að búa til biðstofu hjá lækni. Skemmtilegt að fylgjast með ímyndunaraflinu blómstra. Endilega skoðið myndirnar :)

Beðið eftir lækni og að sjálfsögðu þarf að hringja símtöl á meðan.

Strætóferðalag.

Mikill áhugi á að læra um dýrin.

Mikið stuð að drullumalla.


© 2016 - Karellen