news

Föstudagsfrétt Krumma

09. 02. 2024

Sæl og blessuð kæru foreldrar :)

Þessi vika hefur verið einstaklega skemmtileg hjá okkur á Krumma þar sem að á þriðjudaginn héldum við dag leikskólans hátíðlegan. Í tilefni þess buðu kennarar öllum nemendum í Skógarási á leiksýninguna Alli Nalli og tunglið í salnum sem vakti mikla lukku. Í framhaldi var börnunum boðið upp á flæði um leikskólann og fannst Krummunum einstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til þess að fara á milli allra deilda og taka þátt í því sem var þar í boði.

Einnig tókum við okkur margt annað skemmtilegt fyrir hendur í vikunni en eins og alltaf er sjón sögu ríkari svo endilega rennið yfir myndirnar. :)

© 2016 - Karellen