news

Föstudagsfrétt Krumma

02. 02. 2024


Sæl og blessuð kæru foreldrar :)

Í þessari viku höfum haft nóg af snjó á útisvæðinu hjá okkur og nýttum við tækifærið og tókum hann inn aftur líkt og við gerðum um daginn og rannsökuðum hann og lékum. Í samhengi við það veltum við mikið fyrir okkur veðrinu í vikunni og ræddum um það.

Í listasmiðju erum við að vinna listaverk úr hveitibatík og er það skemmtilegt og lærdómsríkt ferli. Einnig höfum við meðal annars skoðað ljós og skugga og margt fleira. Endilega kíkið á myndirnar og takk fyrir vikuna :)

© 2016 - Karellen