news

Föstudagsfrétt

23. 06. 2023

Sæl kæru foreldrar.

Skólastarfið hefur gengið vel og ekki við öðru að búast, svo flottir krakkar. Söngvar, sögustundir, spil og leikir. Og að sjálfsögðu vinsælu danspartýin.

Settar voru niður kartöflur í vor og í vikunni fórum við í vettvangsferð til að vökva. Krakkarnir fengu allir vatnskönnu og vökvuðu beðin vel og vandlega. Í bakaleiðinni stoppuðum við hjá ærslabelgnum og fengu þau að hoppa og skoppa, það var nú meira fjörið :)

Það var nú gott að við minntum ykkur á sólarvörn í vikunni (sólin ætlar greinilega ekki að setjast að hérna hjá okkur). Gott er að vera með regnvettlinga :)

Við óskum ykkur góðrar helgar,

- Þórunn, Stella og Massa.

© 2016 - Karellen