news

Föstudagsfrétt

10. 02. 2023

Góðan daginn.

Síðasta mánudag var Dagur leikskólans, þá vorum við með flæði milli deilda og sett var upp þrautabraut og leiksvæði í hreyfisal. Krakkarnir fóru í listasmiðju í vikunni og fengu að sprikla með Ástu í hreyfisalnum.

Veðrið hefur ekki verið að leika við okkur en við höfum drifið okkur út þegar færi gefst. Við fengum leikföng að gjöf frá foreldrum Heiðars Leós og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Við höfum verið að lesa um Bínu og læra reglurnar hennar, sem eru: að sitja í sætinu sínu, hlusta , bíða, passa hendurnar sínar og skiptast á.

Lubbi: stafurinn P var í þessari viku og lögin Tombæ og köngulóalagið voru vinsæl í samverustund.

Afstæðuhugtökin: innan í, ofan á, fyrir framan, fyrir aftan og undir voru tekin fyrir og munum við halda áfram með þau.

Góða helgi :)


© 2016 - Karellen