news

Föstudagsfrétt

19. 11. 2021

Í þessari viku höfum við verið að æfa hljóðið Uu, við höfum lesið í Lubba bókinni okkar og sungið U lagið. Einnig höfum við skoðað þá hluti sem leyndust í stafapokanum okkar þessa vikuna, en þar voru hlutir sem byrjuðu á U eins og ull, ullarsokkur, umslag og ugla.

Við fórum í vettvangsferð í vikunni á nálægan rólóvöll þar sem við skemmtum okkur vel.

Það snjóaði hjá okkur í vikunni sem vakti mikla gleði hjá börnunum og skemmtum við okkur vel úti í leik og bjuggum til snjókarl og vorum dregin um á snjóþotum.

Takk fyrir skemmtilega viku!


© 2016 - Karellen