news

föstudagsfréttir

18. 03. 2022

Þessi vika hefur einkennst af mikilli inniveru vegna veðurs, en þá í staðinn höfum við fengið meira tíma til þess að leika okkur inni. Við höfum verið dugleg að fara í hreyfisalinn þegar hann hefur verið laus, en einnig sinnt öðrum verkefnum inni á deild. Viktoría málaði með börnunum einn daginn, Hanna var svo með sullukar seinna í vikunni.

Einnig fóru börnin í hefðbundna tíma í hreyfisalinn með Ástu og í listasmiðjuna með Björk.

Í morgunstund höfum við verið að læra hljóðin Ææ og Ei/ey með honum Lubba okkar, þá syngjum við Lubbalögin sem passa við hljóðin, æfum táknið og klöppum nokkur orð sem byrja á hljóðinu, eins og t.d. eyja og æðakolla. Ásamt því að lesa söguna um Bínu bálreiðu og knúsa vin okkar hann Blæ. Uppáhalds lögin okkar þessa stundina eru "Höfuð, herðar, hné og tær"og "Tombæ-tombæ". Einnig syngjum við reglulega "Dúkkan hennar Dóru", "Lagið um vikudagana" og "lagið um fingurnar".

© 2016 - Karellen