news

Vikufréttir

31. 03. 2022

Það er búið að vera frekar fámennt hjá okkur þessa vikna þar sem að flensan skæða herjar bæði á börn og kennara. En við höfum bara einbeitt okkur að því að eiga notalega daga saman.

Við höfum farið tvisvar yfir á "stóru lóðina" og vakti það upp mikla hrifingu. Einnig fórum við í stutta vettvangsferð hringinn í kringum leikskólann.

Á miðvikdaginn var okkur boðið á leikskýningu hjá krökkunum á Lóu. Þau voru búin að æfa leikrit um söguna af Búkollu.

Svo fengum við stóran pappakassa til að leika með, sem vakti mikla gleði hjá börnunum.

Einnig höfum við farið í hreyfisalinn og fengið að spreyta okkur á allskonar áskorunum þar með henni Ástu okkar.

Hljóð vikunar eru Au og Hn, eins og í auga og hnerra. Höfuð, herða, hné og tær en enþá í miklu uppáhaldi meðal barnanna og svo erum við að læra nýtt rím lag, sem hetiri Kanntu að ríma?.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen