news

Föstudagsfrétt

10. 03. 2023

Góðan daginn

Í lok síðustu viku byrjuðu ný börn hjá okkur á Kríu þau Kveldúlfur Geir og Gyða Rögn og bjóðum við þau hjartanlega velkomin til okkar.

Við höfum verið að mála mjólkurfernur til að búa til stað fyrir Blæ bangsana okkar og allir fengu að velja lit og mála sjálfir stað fyrir sinn bangsa. Við erum með Blæ stund einu sinni í viku og syngjum þá lagið Bangsinn minn og gefum Blæ smá nudd og knús.

Í málörvun vorum við að leggja áherslur á líkamann og líkamshluta.

Lubbi var að kenna okkur hljóðið IY í vikunni

Í stærðfræði erum við að vinna með tölur og form

Við höfum verið að æfa okkur að ríma, fara með þulur og syngja lög. Og svo erum við alltaf að klappa atkvæðin.

Það er mjög gaman að sjá hversu góðir vinir krakkarnir eru orðnir, þau eru farin að biðja hvert annað um knús og eins að bjóða hvort öðru knús.


Takk fyrir vikuna og góða helgi

Látum fylgja með myndir frá Blæ stund í vikunni.

71148-webservice-6408a5246bf59.jpg

71148-webservice-6408a520d2d5f.jpg

© 2016 - Karellen