news

Föstudagsfréttir

03. 06. 2022

Góðan daginn

Á mánudaginn fluttu elstu börnin yfir á Krumma og því var frekar fámennt hjá okkur í vikunni og mun verða það fram að sumarfríi, þar sem flest börn byrja ekki fyrr en í ágúst á Kríu.

Á þriðjudaginn var sumarhátíðin haldin, Hafdís var með hópsöng, Danskomapaníið með atriði og kenndi okkur svo nokkra dansa. Ásta var svo búin að setja upp þrautir um alla skólalóð. Dagurinn heppnaðist mjög vel þrátt fyrir smá rigningu. Við þökkum ykkur foreldrar kærlega fyrir að koma og vera með okkur á þessum degi. Það var smá erfitt að kveðja mömmu og pabba eftir sumarhátíðina en við nutum góðs af því að vera fá og fengum extra mikið knús og kveiktum á rólegri tónlist og allir jöfnuðu sig fljótt og vel. Pizzan sló svo í gegn í hádeginu. Á þriðjudaginn kvöddum við líka Zuzönnu sem er flutt frá Íslandi.

Í gær byrjaði nýtt barn hjá okkur, Huginn Máni og bjóðum við hann velkominn til okkar á Kríu.


Takk fyrir vikuna og njótið langrar helgar og sjáumst svo hress á þriðjudaginn.


49383-webservice-6297213c08f39.jpg

49383-webservice-629721914c938.jpg


49383-webservice-6297238804023.jpg


© 2016 - Karellen