news

Föstudagsfréttir

20. 05. 2022

Góðan daginn

Þessa vikuna hefur veðrið aldeilis leikið við okkur og höfum við nýtt það vel og farið í lengri útiverur, öllum til mikillar gleði. Við höfum þó þurft að hlaupa inn og út nokkrum sinnum þar sem farið hefur að rigna og svo komið steikjandi sól og blíða stuttu síðar og því allir þurft að fara inn og skipta um föt. Við höfum því líka fengið góða æfingu í að klæða okkur í og úr útifötum. Í útiverum höfum við farið í heimsókn á eldra svæðið og leikið þar, Krítað, blásið sápukúlur, hlaupið um með vagna með bandi og sópað stéttina með litlum kústum.

Þessa vikuna fórum við tvisvar í hreyfisalinn með Ástu, tvisvar í listasmiðju með Björk og einu sinni í tónlist með Hafdísi. Við höfum öll tekið rosalega miklum framförum síðan í haust og erum orðin svo dugleg að fara í röð.

Inni höfum við verið að leika okkur með eldhúsdótið, skykkjur, einingakubba, holukubba, legókubba, dúkkur, bíla og dýr.

Takk fyrir daginn og góða helgi.

Við viljum minna á að það er gott að vera með sólarvörn, utanyfirbuxur til dæmis úr flís og létta jakka eða flíspeysu og svo auðvitað strigaskó. Pollafötin og stígvélin höfum við líka þurft að grípa í, í þessari viku og líklega eitthvað á næstu vikum.


49383-webservice-62878de6e92b7.jpg

49383-webservice-62878e92e9deb.jpg

49383-webservice-628790f7e3a18.jpg

49383-webservice-628796925f325.jpg

© 2016 - Karellen