news

Föstudagsfréttir

27. 05. 2022

Góðan daginn

Þessa vikuna höfum við verið mikið úti að leika.

Við kláruðum loksins hringina með myndunum sem við erum búin að föndra lengi og fóru þeir heim í vikunni. Börnin gerðu sjálf pappamassa, völdu skrautið og hvar það ætti að vera og var þetta alveg þeirra vinna.

Á miðvikudaginn var dótadagur og flestir mættu með dót með sér og var mjög gaman að leika með dótið og sýna hvert öðru.

Á þriðjudaginn fóru þeir krakkar sem munu færast upp á Krumma á mánudaginn næsta með Ingu yfir á Krumma. Þau fengu að borða þar og fara í hvíldina. Þetta gekk rosalega vel og verður örugglega ekkert mál að færast yfir.

Listasmiðja með Björk, hreyfing hjá Ástu og tónlist með Hafdísi var allt á sínum stað en þetta var síðasta vikan sem við förum í þetta innanhús því nú verður lagt meiri áherslu á að vera úti og fram að sumarfríi.

Í dag á Karítas tveggja ára afmæli og héldum við upp á það. Til hamingju með afmælið :)

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

49383-webservice-629088cfc7649.jpg

© 2016 - Karellen