Föstudagsfrétt
30. 06. 2023
Góðan daginn
Þessa vikuna höfum við verið að lesa bók sem heitir óó Líó.
Við gáfum Lubba frí þessa vikuna enda stutt í sumarfrí.
Við skelltum okkur í hreyfisalinn á þriðjudaginn og fimmtudaginn.
Í morgun fórum við í göngutúr og rúlluðum okkur niður brekku.
Takk fyrir vikuna og við minnum á að í næstu viku eru bara tveir dagar, mánudagur og þriðjudagur. Á miðvikudaginn erum við svo öll komin í sumarfrí og opnum aftur miðvikudaginn 9. ágúst kl 10:00.




