news

Föstudagsfrétt

23. 06. 2023

Góðan daginn

Í þessari viku erum við búin að lesa nokkrar bækur eins og hvernig sefur þú? og Hello Kitty.

Við tókum dans í bréfaræmum

Við fórum og vökvuðum grænmetisgarðana okkar sem eldri krakkarnir á leikskólanum sáðu í vor. Í haust munum við svo taka upp grænmetið og borða það. Þetta er smá spölur að labba en krakkarnir stóðu sig rosalega vel. Við fengum góða æfingu að labba í þúfum og ofan á steinum í leiðinni. Á leiðinni skoðuðum við meðal annars Lúpínu, fífla, Sóleyjar og hundasúrur.

Danspartý eru alltaf vinsæl á deildinni og börnin biðja um þau af fyrrabragði, vinsælustu lögin sem þau biðja um núna er Finnska Eurovision lagði cha cha cha og baby shark.

Við máluðum líka blómið sem við erum að gera og einhverjir völdu að mála á blað.

Krakkarnir eru orðin rosalega dugleg að fara á klósettið eða koppinn og fá stimpla á hendurnar fyrir.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

49383-webservice-64944ad1cf5e5.jpg

49383-webservice-64944dab2f06c.jpg

49383-webservice-64944ab84dbc9.jpg

49383-webservice-64944cc96da5f.jpg

49383-webservice-64944d9301cb8.jpg

© 2016 - Karellen