Föstudagsfrétt
09. 06. 2023
Góðan daginn
Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur málhljóðið Ó og er það síðasta málhljóðið sem við ætlum að taka fyrir í vetur. Við förum núna í upprifjun.
Á þriðjudaginn var brunaæfing (við vorum búin að klæða okkur í útiföt) og þá þurftum við að æfa okkur í að fara út úr húsi. Slökkviliðið mætti og tveir sjúkrabílar með blikkandi ljós. Börnunum fannst þetta mjög spennandi allt saman og fengu að sjá þegar slökkviliðsmennirnir settu á sig búnað og fóru tveir saman inn í leikskólann til að finna "týndan" starfsmann. Slökkviliðsmennirnir komu svo og spjölluðu við börnin. Eftir hádegi var svo sumarhátíð sem tókst rosalega vel og takk kæru foreldrar fyrir svona góða mætingu.
Í dag föstudag vorum við að mála og byrja á smá sumarföndri sem við ætlum að klára eftir helgina.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.

