Föstudagsfrétt
26. 05. 2023
Góðan daginn
Í þessari viku erum við búin að bralla heilmargt.
Lubbi var að kenna okkur málhljóðið Ð
Við erum búin að lesa bækurnar Bangsi litli og hvernig sefur þú? Á hverjum degi í vikunni og krakkarnir alltaf jafn spennt og áhugasöm.
Á þriðjudaginn settum við haframjöl í litla sullukarið okkar og lékum okkur með það. Þetta vakti mikla lukku.
Á miðvikudaginn máluðum við myndir með kakói og vatni.
Í dag föstudag settum við vatn og dót í stóra sullukarið okkar og fengum að sulla. Það var mjög gaman.
Við höfum verið að leika með litlar dúkkur, búningana, bílana, lestina og kubba í öllum stærðum og gerðum.
Takk fyrir vikuna. Við minnum á að það er frí á mánudaginn annan í hvítasunnu svo við hittumst hress á þriðjudaginn.

