Föstudagsfrétt
12. 05. 2023
Góðan daginn
Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur málhljóðið Þ. Við höfum því talað um þvottavél, þurrkara, þotu, þyrlu og þrjá.
Við máluðum myndir í listasmiðjunni á mánudaginn sem börnin taka með heim í dag.
Við höfum verið dugleg að leika okkur í pollum og rigningunni og mikið verið um drullumall í vikunni.
Í morgun vorum við að leika okkur að snerta með fingrum og tám og skynja ljós, liti, skuggga og vökva. Þetta var svaka gaman.
Takk fyrir vikuna og góða helgi








