news

Föstudagsfrétt

28. 04. 2023

Góðan daginn

Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur málhljóðið Ö

Við erum búin að nýta góða daga fyrir lengri útiveru en í næstu viku byrjar sumarönn hjá okkur í leikskólanum og þá færist starfið meira út og fasta starfið minnkar.

Á fimmtudaginn nýttum við að Spói og Lóa voru í ferðum og fórum því yfir á þeirra útisvæði ásamt Krumma og höfðum það alveg fyrir okkur.

Við erum búin að föndra, þar sem við æfðum okkur í að klippa.

Við gróðursettum líka í vikunni.

Við erum búin að leggja áherslur á litina og rím í vikunni.

Við kíktum líka í heimsókn á Lóu og fengum að sjá nýju gullfiskana sem þau voru að fá sér. Börnin fóru þrjú saman og úr varð frábær málörvun þar sem við töldum fiskana (reyndar sáu sumir þá speglast og voru alvg vissir um að þeir væru fjórir). Veltum litunum á þeim fyrir okkur og stærðinni á þeim. Einnig var hægt að telja upp allt sem er í fiskabúrinu og syngja lagið um fiskana tvo. Við kvöddum svo fiskana. Eitt barn á deildinni sagði: svo gaman að sjá fiskana, ég ætla að knúsa X (barn sem stóð við hliðina á því). Börnin tvö knúsuðust svo á meðan þau skoðuðu fiskana.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Minnum á að það er frí á mánudaginn næsta þar sem það er 1.maí

11048-webservice-644bca8ed1b20.jpg

11048-webservice-644bca8a8d88b.jpg

11048-webservice-644bca8494fcf.jpg

11048-webservice-644bca7a38eee.jpg

11048-webservice-644bca7d0d17d.jpg


© 2016 - Karellen