news

Föstudagsfrétt

10. 02. 2023

Góðan daginn

Þessa vikuna var Lubbi að rifja upp með okkur H og E.

Við vorum að lesa og fjalla um tölur og telja í málörvun og stærðfræði. Við vorum líka með numicon til að hjálpa okkur að telja og talnagrindur.

Á mánudaginn var dagur leikskólans og þá var opið inn á allar deildir, listasmiðju og hreyfisal og máttu börnin labba á milli og finna sér eitthvað að leika með eða ganga um og skoða allann leikskólann. Þau börn sem eiga eldri systkini á leikskólanum fóru og fundu systkini sín og voru með þeim. Við stimpluðum öll hendurnar á okkur á sama blaðið og átti það að þýða að við eigum öll rétt á að tilheyra leikskólanum. Börnin réðu sjálf hvort þau vildu stimpla hendi, hvaða lit þau vildu og hvar þau vildu stimpla á blaðið.

Í listasmiðju vorum við að mála og fórum svo seinna og lituðum yfir myndina með tússlitum.

Í hreyfisal vorum við í þrautabraut og æfingum hjá Ástu.

Takk fyrir góða viku og góða helgi


11048-webservice-63e624c3e008e.jpg

11048-webservice-63e624d6bd28a.jpg

11048-webservice-63e624c7aeb66.jpg

11048-webservice-63e624ced31d2.jpg

© 2016 - Karellen