news

Föstudagsfrétt

03. 02. 2023

Góðan daginn

Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur stafinn S og drógum við hluti sem byrja á stafnum s úr poka og klöppuðum atkvæðin.

Í málörvun erum við að leggja áherslu á að telja og segja hversu gömul við erum og skoða tölurnar sem koma inn á stærðfræðina líka.

Við höfum líka verið að leika okkur að ríma, syngja rím lag og draga myndir úr poka og finna aðra sem rímar við orðið.

Höfum líka verið að leggja áherslur á allskonar rímvísur og nafnavísur í þessari viku.

Búningaleikur var vinsæll í vikunni þó ekki hefðu öll börn verið til í að prófa búning.

Á miðvikudaginn héldum við upp á afmælið hjá Blæ sem er bangsinn okkar í vináttúverkefninu okkar. Öll börn eiga Blæ bangsa í leikskólanum og hann er tekinn fram í Blæstundum.

Við erum að tengja barnasáttmálann meira við starfið okkar núna eftir áramót í leikskólanum og höfum verið að ræða mörk og virðingu við krakkana, sem hæfir þeirra aldri og þroska. Nokkur þeirra eru nú þegar farin að segja stopp við félaga og ég vil ekki að þú ýtir í mig.

Í gær héldum við barnaþing þar sem 2-3 börn fóru inn í herbergi með kennara sem sýndi þeim myndir og bað þau að segja sér hvernig þeim liði núna, hvað þeim þætti skemmtilegast að gera í leikskólanum og hvað þau myndu vilja hafa í matinn í leikskólanum. Öll börn gátu svarað ýmist með orðum eða að benda á myndirnar og þetta tókst rosalega vel. Niðurstöðurnar verða birtar fljótlega.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Hlökkum til að sjá ykkur á degi leikskólans á mánudaginn þar sem verður mikið um að vera í tilefni dagsins.


11048-webservice-63da80f7bad8f.jpg

11048-webservice-63da80feb3bb6.jpg

11048-webservice-63da80fb6c2ad.jpg


11048-webservice-63da80f4752eb.jpg

© 2016 - Karellen