Föstudagsfrétt
27. 01. 2023
Góðan daginn
Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið F, við völdum okkur orð sem byrja á F eins og fugl, fiðrildi, froskur, fluga, fáni og svo auðvitað Francisco og klöppuðum atkvæðin.
Í málörvun vorum við að lesa bók og telja. Við erum líka að æfa okkur í að segja hversu gömul við erum.
Í vikunni fóru nokkur börn í spil sem flestum fannst mjög gaman, aðrir höfðu ekki þolinmæði. Við ætlum að halda áfram að spila.
Í gær var rafmagnslaus dagur og mættu margir með vasaljós í leikskólann. Við kveiktum á ljósakubbnum okkar og vorum með form sem við vorum að leika okkur með. Einnig var gaman að skoða skuggana okkar sem mynduðust á veggjunum. Við komumst að því að við þurfum rafmagn í mjög margt eins og að elda mat.
við höfum verið að fara inn á bókasafn og lesa og skoða bækur. Stundum bara eitt barn með kennara eða tvö til þrjú saman í hóp í stutta stund og þetta finnst krökkunum mjög skemmtilegt.
Í dag er Gabríela 2 ára og héldum við upp á afmælið hennar og óskum henni til hamingju með daginn.
Takk fyrir vikuna og góða helgi.

