news

Föstudagsfrétt

20. 01. 2023

Góðan daginn

Í þessari viku var Lubbi að kenna okkurm hljóðið G

Í málörvun erum við að æfa okkur í að telja, læra tölurnar og segja hversu gömul við erum.

Við héldum upp á þrjú afmæli í vikunni en Apríl varð 2 ára 18. janúar og Guðmundur og Kristófer urðu 2 ára 19.janúar og óskum við þeim öllum til hamingju með daginn. Þau völdu sér öll afmælis disk og glas, gerðu kórónu og við sungum fyrir þau.

Í dag héldum við upp á bóndadaginn og komu þorra með þorrablóti. Börnin voru mjög dugleg að smakka matinn en hann féll misvel í mannskapinn en allir fundu þó eitthvað sem hægt var að borða. Spói (elsta deildin) bauð okkur að koma inn í sal og sjá leikritið um Búkollu. börnin stóðu sig rosalega vel að sitja og horfa á leikritið.

Við höfum verið að fara í litlum hópum inn á bókasafnið okkar og eiga notalega stund þar saman og nokkur börn prófuðu að spila spil. Það gekk mjög vel og börnin voru mjög áhugasöm svo við eigum pottþétt eftir að gera meira af því á næstunni.

Takk fyrir vikuna


49383-webservice-63ca94957e0e3.jpg


© 2016 - Karellen