news

Föstudagsfrétt

07. 10. 2022

Góðan daginn

Það er búið að vera rólegt hjá okkur þessa vikuna vegna veikinda en vonandi fara allir að hressast og við mætum öll hress á mánudaginn. Anastazja byrjaði hjá okkur á mánudaginn og bjóðum við hana velkomna til okkar á Kríu.

Þessa vikuna var Lubbi að kenna okkur málhljóðið D og við vorum að klappa orð sem byrja á bókstafnum D eins og diskur, dúkka, dansa, dúfa og dropi.

Við byrjuðum á málörvunarstundum í þessari viku sem að gekk rosalega vel og munum við halda áfram með þær. Þær verða á þriðjudagsmorgnum og fimmtudagsmorgnum.

Á mánudaginn fórum við öll úr sokkunum og löbbuðum a´misjöfnu undirlagi eins og sandi, hrísgrjónum, tættum blöðum og vatni. Sumir vildu prófa en öðrum fannst nóg að snerta með höndunum.

Við fórum öll í hreyfisalinn á þriðjudagsmorgun og fimmtudagsmorgun og það þykir okkur rosalega gaman.

Á fimmtudaginn héldum við upp á skógarásleikana og þá var opið á milli svæða og alls konar leikir og þrautir í boði, þetta vakti mikla lukku og ekki skemmdi fyrir hversu heppin við vorum með veður.

Í dag var opið á milli Kríu og Krumma og hægt að leika sér með dót á báðum stöðum. Það var líka mjög vinsælt.


Takk fyrir vikuna og sjáumst hress í næstu viku.

49383-webservice-634025b8392e1.jpg

49383-webservice-6340266db145e.jpg

49383-webservice-63402469918d0.jpg


© 2016 - Karellen