news

Föstudagsfrétt

06. 05. 2022

Góðan daginn

Í þessari viku erum við búin að bralla mikið, drullumalla í rigningunni sem að krökkunum þótti mjög skemmtilegt. Elstu börnin í leikskólanum fóru með okkur í vettvangsferð og hjálpuðu okkur að fara yfir götu á öruggan hátt í tilefni af umferðaröryggisviku. Könnunarleikur, ærslaleikur og frjáls leikur hefur átt mikinn tíma hjá okkur. Einnig erum við dugleg að lesa bækur og syngja saman. Börnin eru farin að biðja um óskalög sem er mjög skemmtilegt.

Hreyfing, listasmiðja og tónlist var á sínum stað eins og venjulega.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

49383-webservice-627525f19a177.jpg

49383-webservice-627524ddcdd98.jpg© 2016 - Karellen