news

Föstudagsfrétt

22. 04. 2022

Gleðilegt sumar kæru foreldrar

Þessi vika var smá öðruvísi fyrir okkur en börnin fengu samt sem áður að gera margt skemmtilegt. Börnin fóru í hljóðfærastund hjá Hafdísi, þau fóru í hreyfisalinn hjá Ástu og voru þau öll mjög dugleg að syngja með í söngstund. Inni á deild fengu þau að prófa þrykkja málningu á blað með mismunandi penslum. Haldið var uppá afmælið hans Heiðars Leó og sungið fyrir hann afmælissönginn. Á miðvikudeginum var ekki farið út í seinni útiverunni og gátu börnin þá valið sér að leika inni á Kríu eða inni á Krumma. Börnin léku sér með dúkkurnar, bílana, dýrin og skoðuðu nokkrar bækur.

Kær kveðja - Kría

© 2016 - Karellen