news

Föstudagsfrétt 23.2

23. 02. 2024

Góðan dag kæru foreldrar, vikan hefur verið skemmtileg og mikið brasað. Fyrir nokkru byrjaði hjá okkur nýr starfsmaður, hún heitir Guðmunda og kemur til okkar sem stuðningur :) Við höfum tekið vel á móti henni og erum öll að ná að kynnast :)

Í vikunni lærðum við áfram um líkamann og rifjuðum við upp Lubba hljóðið Nn

(Ríðum heim að hólum)

Nudda á sér nefið
n,n,n, mig kitlar svo.
N,n,n,n, nebbanudd,
núna lagar kvefið

Nefið er með nasir,
nös og nös, þær eru tvær.
Spegilinn ég næ í nú,
nefið við mér blasir.


Við lærðum einnig um litina og sungum til að mynda:

Litalagið:

https://www.youtube.com/watch?v=Tqb2uEe5-jU

Við lásum einnig bókina:

Búddi bangsi málar allan heiminn

Fullt af myndum komnar inn á Karellen og hvetjum við ykkur til að skoða :)

Takk fyrir vikuna og góða helgi

© 2016 - Karellen