news

Föstudagsfrétt

09. 09. 2022

Í þessari viku byrjuðum við á Lubba bókinni okkar. Fyrsta hljóðið sem við æfum er Aa og höfum við verið að syngja A lagið í Lubba bókinni okkar ásamt því að leggja áherslu á orð sem byrja á A og læra táknið fyrir hljóðið.

Vikan byrjaði með fjöri á mánudaginn þegar við fórum út á eldra svæðið þar sem búið var að kveikja á bálstæðinu okkar og fylgdumst við með poppinu poppast í eldstæðinu og fá svo að smakka brakandi ferskt popp úr eldstæðinu.

Þriðjudag og fimmtudag fórum við í hreyfisalinn til Ástu þar vorum við að hoppa, klifra, leika með bolta, dansa og syngja.

Á miðvikudag og föstudag fórum við svo með Björk í listasmiðjuna þar sem við fengum að skoða ýmsilegt en það er heilmikil æfing fólgin í því að fara á milli staða hér í leikskólanum.


Við höfum fengið dásamlegt veður flesta daga vikunnar og höfum notið þess að vera úti að leika og hafa gaman.

Alla daga erum við svo auðvitað að skemmta okkur og læra nýja hluti inni á deild. Við erum farin að sitja í samverukróknum okkar í samverustund þar sem við syngjum Lubba lag vikunnar, nokkur önnur skemmtileg leikskólalög og fáum okkur svo grænmetis- og ávaxtabita áður en við förum út að leika.


Takk fyrir skemmtilega viku allir!

© 2016 - Karellen