news

Föstudagsfrétt

15. 09. 2023

Hæ Hæ

Við höfum brallað ýmislegt í þessari viku.

Lúbbahljóð vikunnar er Mm.

Músin mjúka, M m (þumalfingur)

Músin mjúka

Má hún fá Í magann sinn

Meiri ost, meiri ost?

M,m,m,m,m,m.

Músin maular Mjúkan ostinn.

Má ég fá Mjúkan ost,

músarost

M,m,m,m,m,m.


Við unnum með Blæ, Stærðfræði og Málörvun í vikunni og kíktum á grænmetið sem við gróðursettum í byrjun sumars.

Í lok vikunnar var farið í vettvangsferð þar sem við fundum stórt segl af trampolíni.

Selgið hafði fokið út í móa þar sem það á alls ekki að vera, nýtt var tækifærið til þess að fræða börnin um það hvað væri rusl og hvað mætti vera í náttúrunni okkar. Við fórum síðan með seglið i ruslið svo það skemmi ekki náttúruna okkar. Þetta henntaði afar vel þar sem dagur íslenskrar náttúru er á morgun (laugardaginn 16. september).

Nokkrar myndir úr vikunni okkar

Takk fyrir vikuna

Lóa


© 2016 - Karellen