news

Föstudagsfrétt

25. 08. 2023

Hæ Hæ

Í þessari viku var mjög gott veður svo við nutum þess að leika okkur úti í allskonar leikjum.

Við nýttum tækifærið og borðuðum nónhressingu fimmtudagsins úti. Þá var útbúið borð úti sem krakkarnir á lóu og á spóa gátu setið við og boðið var upp á ávexti, grænmeti, vatn og hrökkbrauð :) Þetta vakti mikla lukku.

Við höfum verið að skoða einföld ævintýri s.s. geiturnar þrjár, þjófótta músin og amma önd og hjálparhellurnar.

Einnig höfum við verið að tengja stærðfræði og leir saman með numicon kubbunum okkar.

Takk fyrir góða viku, hér eru nokkrar myndir úr vikunni okkar.


© 2016 - Karellen