Föstudagsfrétt
18. 08. 2023
Hæ Hæ
Í vikunni var aðlögun og við bjóðum nýja Lóu-börn velkomin á deildina okkar.
Við brölluðum ýmislegt s.s. að leira, leika með kubba, leika okkur úti, nokkrir fóru í vettvangsferð og við fórum öll í hreyfisalinn. Í vikunni átti einn afmæli og við óskum honum innilega til hamingju með daginn sinn :)
Við enduðum vikuna á föstudagsdanspartýi sem vakti mikla lukku:)
Takk fyrir góða viku :)




