news

Föstudagsfrétt

30. 09. 2022

Hæ Hæ

Í vikunni lærðum við Lubba hljóðið Nn.

Orð vikunnar var þess vegna að Narta ; borða <brauðið> hægt, kroppa í <brauðið>.

Hópur af krökkum fór í strætóferðalag á bókasafnið þar sem lesið var bókina , Hæ Afi Gæi.

Hópar af krökkum fóru í hreyfisalinn og í listasmiðjuna.

Bókin Fjölskyldan mín var lesin og spjölluðum við síðan um mismunandi fjölskyldumynstur.

Auk þess teiknuðu börnin myndir af fjölskyldunum sínum og sögðu frá því hverjir væru í þeirra fjölskyldum.

Deildin fékk nýja segulkubba og bílamottu, sem hefur bæði vakið mikla lukku.

Við lékum okkur í rigningunni, sulluðum og drullumölluðum á fimmtudeginum og fengum að kikja á teiknimynd/ hreyfisalinn eftir nónhressingu á meðan fötin þornuðu.


Takk fyrir góða viku

-Starfsfólk Lóu og Tinna aðstoðarfréttastjóri.

© 2016 - Karellen