news

Orðaforði í gegnum lestur

28. 09. 2022

Komið sæl kæru foreldrar

Við erum hér með smá pistill um orðaforða og lærdóm þess sem Spóanemendur fá í gegnum lög. Þau fá bestu orðaforðakennsluna í gegnum sönglög og erum við dugleg að syngja með nemendum bæði ný og gömul. Lögin sem við erum að syngja með nemendunum núna er meðal annars „Hafið bláa hafið“, „Heyrðu lobba“, „Það er munur að vera hvalur“ og „Ég á lítinn skrýtinn skugga“. Öll eru þetta lög sem reyna á orðaforða barna og börnin læra ný orð í gegnum lögin.

Hér fyrir neðan er mynd af þekktu barnalagi „Afi minn og amma mín“. Ef við skoðum textann í laginu þá er þetta 18 orða lag sem innihalda orðaforða sem börnin nýta í daglegu lífi, lagið inniheldur nafnorð, sagnorð, lýsingarorð og nokkrar gerðir af fornöfnum, talið er að börn hafa náð góðu valdi á orðaforða sínum þegar þau ná að segja orð í réttri röð og kunna að beita réttri beygingu orða. Það tekur okkur u.þ.b. 30 sekúndur að syngja þetta lag en orðaforðinn er ríkjandi á þessum 30 sekúndum, þau læra svo mikið á því að bergmála og syngja lög, því oftar sem sungið er lög með þeim því meiri líkur eru á því að lagtextinn færist yfir í daglegan orðaforða barna.













© 2016 - Karellen