news

Föstudagsfrétt

02. 02. 2024

Hæhæ, í þessari viku vorum við að læra hljóðið Tt sem er samhljóði. Við æfðum okkur að skrifa stafinn Tt og alls konar orð sem eiga upphafsstafinn T. Við æfðum okkur líka í að skrifa tölustafi, frá 1 uppí 10.

Á þriðjudaginn fengu krakkarnir að ráða hvort þau vildu fara út eða ekki, sumir völdu að vera inni en fleiri skelltu sér út og skemmtu sér vel.

Á miðvikudaginn var stuttur dagur hjá okkur þar sem börnin voru sótt tímanlega vegna veðurs.

Á fimmtudaginn vorum við að grúska um fólk sem er með einhvers konar fatlanir, eins og t.d. blindu eða að þurfa að vera í hjólastól. Við grúskuðum líka um brindrarhunda og skoðuðum hvort að leikskólinn okkar væri umgengilegur fyrir manneskju í hjólastól. Við héldum líka kosningu á mottunni til að ákveða nafn á grúskarafélagið okkar og „grúskarafélagið Vinir“ varð fyrir valinu.

Takk fyrir skemmtilega og fróðlega viku og sjáumst hress á mánudaginn.

© 2016 - Karellen